Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, hlaut rétt í þessu bólu­setningu gegn CO­VID-19 sjúk­dómnum í Laugar­dals­höllinni. Var hún bólusett með bóluefni Pfizer og var um að ræða fyrri skammtinn.

Var ekki annað að sjá en að vel hafi gengið þegar ljós­myndari Frétta­blaðsins tók myndir af Katrínu þar sem hún fékk sprautuna. For­sætis­ráð­herra lokaði augunum á meðan nálinni var stungið í hand­legg hennar.

Eins og fram hefur komið hefur met­fjöldi bólu­setninga farið fram síðustu daga. Stefnt er að því að bólu­setja 12 þúsund manns í vikunni. Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, sagði við Frétta­blaðið fyrr í dag að hann teldi ekki þörf á hertari að­gerðum.

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink