Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, var í beinni út­sendingu hjá banda­ríska dag­blaðinu Was­hington Post nú síð­degis þegar jarð­skjálftinn mikli dundi yfir.

Í mynd­bandinu hér að neðan má sjá við­brögð Katrínar við skjálftanum. Þar bregst hún við með and­köfum, enda jarð­skjálftinn gríðar­lega sterkur.

„Ó­mægad það er jarð­skjálfti,“ segir hún. „Af­sakið, það kom jarð­skjálfti rétt í þessu. Af­sakið. Svona er Ís­land. Ég er í góðu lagi, húsið er sterkt, en nú held ég á­fram með spurninguna,“ segir Katrín í við­talinu hér að neðan.