Í þættinum Matur og Heimili í kvöld fer Sjöfn í heimsókn til Katrínar á heimilið hennar þar sem hún og hundurinn hennar Edith tóku vel á móti henni. Sjöfn fær innsýn í heimilisstíl Katrínar og hvað það er sem hana finnst gera heimili að heimili.

„Mér finnst það vera hlutirnir sem fólk hefur safnað að sér og þykir vænt um og maður getur oft séð húmor og áhuga fólks í gegnum heimilið þeirra. Hver með sinn karakter,“ segir Katrín og er einstaklega hrifin af myndlist sem er skemmtileg.

FB-Ernir220330-Katrín-04.jpg

Verkin sem prýða veggi heimilisins fanga og gleðja augað.

Katrín hefur prófað alls konar störf með hún var í leiklistarnáminu og flettir ofan af nokkrum þeirra í þættinum í kvöld. Þegar kemur að listrænum hæfileikum Katrínar þá leynast þeir víða og þegar kemur að hæfni hennar er matargerð ljóstrar hún því upp að hún á náfrænda sem er landsfrægur kokkur. „Þar sem von var á þér í heimsókn ákvað ég að skella í eina hráköku sem nýtur mikilla vinsælda hjá vinum og vandamönnum og er óspart pöntuð,“ segir Katrín og dregur fram dýrðlega hráköku.

FB-Ernir220330-Katrín-06.jpg

Plötuspilarinn á heimilinu hefur mikið notagildi og vínyl plöturnar eru ófáar spilaðar.

Meira heimilislíf og leynda hæfileika Katrínar í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér: