Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum og að hún sé niðurbrotin að sjá Hæstarétt Bandaríkjanna fella fordæmi Roe v Wade úr gildi í dag og þannig takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi í Bandaríkjunum.

„Við ættum að vera að víkka út réttindi kvenna, ekki þrengja að þeim,“ segir hún í færslu sem hún birti fyrir stuttu á Twitter á ensku.

Færsluna má sjá hér að neðan.

Hæsti­réttur Banda­ríkjanna sneri í sag einum sögu­frægasta dómi banda­rískrar réttar­sögu, og endaði þar með tæp­lega fimm­tíu ára dóma­for­dæmi sem heimilaði þungunar­rof.

Frum­drögum á á­liti hæsta­réttar­dómarans Samuel Alito var lekið til fjöl­miðla í byrjun maí en í þeim gefur Alito til kynna að hæsti­réttur hafi rang­lega á­lyktað í Roe v Wade á sínum tíma í ljósi þess að hvergi er minnst á þungunar­rof í stjórnar­skrá Banda­ríkjanna.