„Mér hafa borist þau ánægju­legu tíð­indi að í sýni mínu væru engin merki um corona­veiru,“ segir Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í færslu á Face­book í dag.

Greint var frá því í gær að yngsti sonur hennar og eig­in­maður hefðu farið í sótt­kví vegna smits í Mela­skóla. Í fram­haldinu var hún skikkuð í sýna­töku.

„Ég mun því halda ótrauð áfram í að vinna að því að við hér á Íslandi og sam­fé­lagið allt komumst vel í gegnum þennan skafl. Það er mér mik­ils virði að finna fyrir þeirri sam­vinnu og þeim sam­hug í sam­fé­lag­inu öllu sem er mik­il­vægt að finna fyrir á svona skrýtnum tím­um,“ segir Katrín. „Þakka ykkur öllum fyrir hlýjar kveðj­ur, mér þykir vænt um þær. Sendi ykkur sömu­leiðis mínar allra bestu kveðj­ur“.