Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali á Alþingi, eftir tilkynningu Sigríðar Á. Andersen um að hún ætli að stíga til hliðar, að hún styðji ákvörðun Sigríðar. Hér þurfi að tryggja réttaröryggi, vinnufrið um starfsemi dómstóla og eyða óvissu.

„Ég styð ákvörðun ráðherrans“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún sagði að hún  hafi rætt við hana stuttlega í síma í gær. Katrín vildi ekki gefa upp hver taki við af Sigríður í dómsmálaráðuneytinu.

Katrín sagði einnig að það væri forgangsatriði ríkisstjórnarinnar að hér verði „tryggð vissa um starfsemi Landsréttar“. Hún sagði að það sæist strax að úrskurður Mannréttindadómstólsins hafi mikil áhrif og það mætti sjá á því að, sem dæmi, hafi málum verið frestað út vikuna í Landsrétti. Hún sagði að það liggi einnig fyrir aðrar kröfur um að önnur mál fari sömu leið og það mál sem fór fyrir mannréttindadómstólsins. 

„Stærsta forgangsmál ríkisstjórnarinnar er að tryggja hér réttaröryggi, tryggja vinnufrið um starfsemi dómstóla og það er mjög mikilvægt að það verði gert með markvissum hætti á næstu dögum,“ segir Katrín.

Hún greindi frá því að hún hafi ráðið sérfræðinga til að rýna í niðurstöðu MDE og staðfesti að honum verði áfrýjað til efri deilda mannréttindadómstólsins. Hún sagði að málið væri fordæmalaust og að það væri mikilvægt að fá efri deildina til að taka málið fyrir því málið gæti verið fordæmisgefandi fyrir alla Evrópu. 

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti á blaðamannafundi nú rétt fyrir stuttu að hún ætli að stíga til hliðar á meðan farið er yfir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu er varðar skipun hennar í dómara við Landsrétt.

Sjá einnig: Sig­ríður stígur til hliðar sem dóms­mála­ráð­herra

KAtrín sagði að það væri ekki ljóst hversu langan tíma það tekur að leyða máli til lykta og gat því ekki svarað því hversu lengi Sigríður mun vera frá embætti. 

Fréttin hefur verið uppfærð.