Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, hefur boðað til ó­form­legs blaða­manna­fundar í Ráð­herra­bú­staðnum við Tjarnar­götu nú klukkan 11:00 þar sem hún hyggst ræða að­gerðir stjórn­valda til stuðnings lífs­kjara­samningunum.

Ráð­herrar komu saman til fundar vegna málsins í Ráð­herra­bú­staðnum í morgun. Sam­tök at­vinnu­lífsins hafa boðað til at­kvæða­greiðslu um upp­sögn lífs­kjara­samningsins í há­deginu sem ljúka mun á morgun.

For­svars­menn stjórnar­flokkanna funduðu með for­ystu Sam­takanna tví­vegis í gær. Þar var farið yfir með hvaða hætti stjórn­völd gætu komið til móts við sam­tökin til að tryggja fram­tíð samninganna.

Þá átti Katrín fund með Drífu Snæ­­dal, for­­seta ASÍ, síð­­degis í gær. For­svars­menn verka­lýðs­fé­laganna hafa ekki séð for­sendur til þess að rifa samningunum.