Katrín Atla­dóttir, borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins ætlar ekki að bjóða sig aftur fram til borgar­stjórnar. Í við­tali við Morgun­blaðið í dag kemur fram að Katrín muni hefja störf hjá fyrir­tækinu Dohop á vor­mánuðunum.

Það er geiri sem er henni ekki óþekktur því áður starfaði Katrín hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, eða frá árinu 2009 og þar til hún tók sæti í borgarstjórn árið 2018.

Katrín segir í viðtalinu að hún styðji Hildi Björnsdóttur, flokksfélaga sinn, til forystu í kosningunum í vor. Hún segist treysta henni vel til að leiða flokkinn og til að koma honum í meirihluta.

Katrín segir í sam­tali við Morgun­blaðið að hún sé spennt að hefja störf hjá Dohop og að hún hafi fylgst með fyrir­tækinu frá upp­hafi þess.

Hún fer einnig yfir þau verk sem hún er stoltust af á ferli sínum sem borgar­full­trúi og nefnir þar sem dæmi hjól­reiða­á­ætlun Reykja­víkur­borgar og for­ritunar­kennslu barna.