Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, fór um víðan völl í stefnu­ræðu sinni á Al­þingi í kvöld. Þar ræddi hún meðal annars loft­lags­vána, lífs­kjara­samningana, að­gerðir í hús­næðis­málum, breytingar á auð­linda­á­kvæði í stjórnar­skrá og upp­risu popúl­isma í Evrópu.

„Lofts­lags­váin er að skapa neyðar­á­stand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta á­skorun. Mann­kynið ber á­byrgð á á­standinu, mann­kyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verk­efni mann­kynsins að draga úr hraða þessarar ógn­væn­legu þróunar, lág­marka skaðann og tryggja fram­tíð okkar og líf­ríkisins alls á þessari plánetu. Því að mann­kynið á ekki eftir að fá annað tæki­færi á annarri plánetu heldur að­eins það tæki­færi sem við höfum hér og nú.“

Ríkis­stjórnin muni nýta efna­hags­lega hvata til að ná loft­lags­mark­miðum, bæði græna skattaog grænar í­vilnanir. „En við getum ekki ætlast til að al­menningur sjái al­farið um bar­áttuna. Stjórn­völd, ríki og sveitar­fé­lög, at­vinnu­rek­endur og sam­tök launa­fólks verða að draga vagninn.“

Þá ræddi Katrín heim­sókn vara­for­seta Banda­ríkjanna, Mike Pence, hingað til lands í síðustu viku. Sagði að heim­sókin hefði opnað á mikil­væga um­ræðu um sam­skipti Ís­lands við stór­veldi heimsins. Katrín lagði á­herslu á að loft­lags­váin yrði ekki leyst með kalda stríðs mál­flutningi heldur al­þjóð­legri sam­vinnu.

„Ein­mitt þess vegna setjum við, ís­lensk stjórn­völd, um­hverfis­málin í for­gang í for­mennsku­á­ætlun okkar ís­lenskra stjórn­valda í Norður­skauts­ráðinu og nýtum hvert tæki­færi sem gefst á vett­vangi al­þjóða­mála til að setja lofts­lags­málin á dag­skrá.“

Breytingarnar muni auka jöfnuð

Þá ræddi Katrín lífs­kjara­samningana svo­kölluðu og á­ætlanir stjórn­valda um að að inn­leiða þriggja þrepa skatt­kerfi. Full­yrti hún að breytingin myndi auka jöfnuð og bæta kjör þeirra sem verst standa. „Þessi breyting mun í senn auka jöfnuð og bæta kjör þeirra sem verst standa.“

„Það er á­nægju­legt að fyrsti fundur nýs þjóð­hags­ráðs verður haldinn í októ­ber þar sem eiga sæti full­trúar heildar­sam­taka á vinnu­markaði, ríkis og sveitar­fé­laga, og Seðla­banka. Ég hef væntingar til þess að sam­tal stjórn­valda og vinnu­markaðar sé komið í skýran far­veg sem mun hafa já­kvæð á­hrif til fram­tíðar á efna­hags­legan og fé­lags­legan stöðug­leika.“

Katrín nefndi auk þess til­lögur stjórn­valda að að­gerðum til að mæta fjórðu iðn­byltingunni. Benti hún á að ný störf yrðu líka til. „En við þurfum að efla fjár­festingu í ný­sköpun og auka tæki­færi fólks til að sækja sér nýja menntun og færa sig til í starfi.“

Þá ræddi Katrín jafn­framt frum­varp um kyn­rænt sjálf­ræði sem varð að lögum í vor. „Á þessu þingi legg ég fram fram­kvæmda­á­ætlun í jafn­réttis­málum og réttar­fars­nefnd vinnur að til­lögum um heild­stæðar úr­bætur í mál­efnum brota­þola kyn­ferðis­brota.“

Katrín nefndi að þörf væri á fjöl­breyttari mæli­tæki á þjóðar­fram­leiðslu. „Við viljum taka upp fjöl­breyttari mæli­kvarða og þess vegna er Ís­land komið í form­legt sam­starf með Nýja-Sjá­landi, Skot­landi og fleiri þjóðum um svo­kallað vel­sældar­hag­kerfi.“

Katrín kom auk þess inná um­ræðuna um orku­mál og minntist á að sú um­ræða hefði farið mikinn undan­farnar vikur vegna orku­pakkans. Sagði hún að um­ræðan sýndi fram á hve mikil­vægt væri að Al­þingi stæði við breytingar á stjórnar­skrá, með til­liti til auð­linda­á­kvæðisins svo­kallaða.

„Það á að vera for­gangs­mál að tryggja að öll þau gæði sem náttúran hefur gefið okkur séu í sam­eigin­legri eigu okkar allra, hvort sem það er vatnið, jarð­varminn, vindurinn, hafið eða hvað annað.“

Bjarg­fasta trú á þing­ræðinu

Þá ræddi Katrín jafn­framt upp­gang popúl­isma í Evrópu. Hún sagði leiðina verða æ greiðari fyrir þá ó­fyrir­leitnu til að komast til valda, sem ýttu undir fyrir­litningu al­mennings á stjórn­málum og stjórn­mála­flokkum. Katrín sagðist hins­vegar hafa bjarg­fasta trú á þing­ræðinu.

„Ofsinn á greiða leið í fréttir og stundum á kostnað mál­efnan­legrar um­ræðu, Víða í Evrópu vex popúlískum hreyfingum fiskur um hrygg,“ sagði Katrín. „Ég hef hins­vegar bjarfasta trú á þing­ræðinu. Ég hef trú á því kerfi að fólkið kjósi á milli lýð­ræðis­legra stjórn­mála­flokka sem byggjast á til­teknum gildum og standa fyrir á­kveðna stefnu.“

„Við þurfum að vera á verði gagn­vart breyttu starfs­um­hverfi stjórn­málanna og ekki síst til­raunum til að ná völdum og á­hrifum með nafn­lausum á­róðri á nýjum miðlum ef takast á að tryggja á­fram gagn­sæið sem er undir­staða lýð­ræðisins.“

Í lok ræðu sinnar sagðist Katrín vera bjart­sýn þrátt fyrr erfiðan sam­drátt í ferða­þjónustu. Hún hafi fundið fyrir á­huga og inn­blæstri, sóknar­hug og já­kvæðni á ferða­lagi sínu um landið í sumar.

„Það að eiga þetta land er hluti af okkra miklum for­réttindum sem búa hér. Vissu­lega hefur orðið erfiður sam­dráttur í ferða­þjónustu eftir gjald­þrot stórs flug­fé­lags í vor, en hag­kerfið og ekki síður sam­fé­lagið var vel í stakk búið til að takast á við á­skorunina.“