Athafnamaðurinn og fyrrverandi fjölmiðlamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, setti inn ansi áhugavert tíst á samskiptasíðuna Twitter.

Að sögn Sigmars kom hann að uppsetningu Lava Center á Hvolsvelli fyrir nokkru, sem er stærsta gagnvirka sýningin um eldgos og jarðskjálfta í Evrópu. Unnið var með jarðvísindamönnum að uppsetningu sýningarinnar, sem höfðu sitthvað að segja um Ísland og Íslendinga.