Ís­lenska Net­flix-serían Katla fékk 448 milljónir króna endur­greiddar úr ríkis­sjóði vegna kostnaðar við fram­leiðslu þáttanna hér á landi. Þriðja sería Ó­færðar, sem sýnd var á RÚV, fékk 338 milljónir. Af er­lendum verk­efnum var það raun­veru­leika­serían The Challen­ge sem fékk hæstu endur­greiðsluna, 311 milljónir.

Frá þessu greinir RÚV. Báðir þættirnir eru fram­leiddir af fram­leiðslu­fyrir­tæki Baltasars Kormáks, RVK Stu­dios.

Þriðja sería Ó­færðar fékk 338 milljónir.
Fréttablaðið/Skjáskot

Að upp­fylltum á­kveðnum skil­yrðum geta fram­leið­endur sjón­varps- og kvik­mynda­efnis fengið endur­greiddan fjórðung fram­leiðslu­kostnaðar sem fellur til hér á landi.

Alls fengu 58 inn­lend verk­efni endur­greiðslu og tólf er­lend. Sjón­varps­þættirnir The Witcher: Blood Origins sem skarta leik­konunni Michelle Yeoh fengu 172 milljónir endur­greiddar, kvik­myndin The Nort­hman í leik­stjórn Robert Eggers, sem Björk Guð­munds­dóttir leikur í og einn hand­rits­höfunda er Sjón, fékk 86 milljónir og Trans­for­mers: Rise of the Beast hlaut 51 milljón króna endur­greiðslu.