Kaþólska kirkjan hyggst á morgun, þegar nýjar sótt­varna­reglur taka gildi, opna fyrir messur á ný. Í til­kynningu frá kirkjunni kemur fram að sóknar­prestar sem sjá að of margir vilji koma í messu geti þá fjölgað messum en allir prestar geta lesið þrjár messur á sunnu­dögum.

Þá segir einnig að prestum sé boðið, eins og öðrum, að sækja um undan­þágu fyrir kirkju­gesti fyrir fleiri gesti hjá sótt­varna­yfir­völdum.

„Við vonum að þeir sem bera á­byrgð á sótt­varnar­reglum skilji það vel, að fyrst 100 manns geta verið við­staddir sálu­messu (jarðar­för) (og teljast börn fædd eftir 2005 ekki með í þeim fjölda) ætti að vera hægt að leyfa 100 per­sónur við venju­lega messu í sama rými,“ segir Davíð B. Tencer biskup í til­kynningunni.

Hann segir CO­VID-19 vera sam­eigin­legan óvin.

„Co­vid er okkar sam­eigin­legi ó­vinur. Reynum sem best að hjálpa við að sigrast á þessari far­sótt og endi­lega biðjum Guð um þá náð frá honum,“ segir Davíð að lokum.

Lokað var fyrir hel­gar­messur í kirkjunni eftir að kirkjan braut tvisvar sótt­varna­reglur um fjölda sem mátti sækja messu. Brotin eru til skoðunar hjá lög­reglunni.