Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fékk til­kynningu um slys við Bú­staða­veg á níunda tímanum í gær­kvöldi en þar hafði öku­maður keyrt á vegrið með þeim af­leiðingum að bíllinn kastaðist yfir á rangan vegar­helming og framan á annan bíl.

Að sögn lög­reglu fór öku­maðurinn af vett­vangi en var hand­tekinn skömmu síðar á heimili sínu. Hann var grunaður um ölvunar­akstur og var vistaður í fanga­geymslu fyrir rann­sókn málsins.

Bíll tjón­þola er mikið skemmdur og var fluttur af vett­vangi. Tjón­þoli sagðist ætla að leita til Bráða­deildar til að­hlynningar vegna eymsla.

Elti ökumann sem keyrði á

Þá var einnig til­kynnt um um­ferðar­slys í Árbæ þar sem bakkað var á annan bíl en öku­maðurinn stakk af í kjöl­farið. Tjón­þoli elti þó manninn í Mos­fells­bæ þar sem lög­regla kom á vett­vang.

Öku­maðurinn er grunaður um akstur undir á­hrifum á­fengis og vímu­efna og var hann vistaður í fanga­geymslu lög­reglu fyrir rann­sókn málsins.

Brotist inn í 11 geymslur

Meðal annarra verk­efna hjá lög­reglunni voru inn­brot en til­kynnt var um inn­brot í tvö fjöl­býlis­hús í Hafnar­firði milli klukkan 17 og 20 í gær. Brotist var inn í ellefu geymslur í heildina, sjö í fyrri til­kynningu og fjórar í seinni.

Í báðum til­fellum voru hurðir spenntar upp og brotnar. Ekki er vitað hverju var stolið úr fyrri til­kynningu en í seinni til­kynningu var til að mynda raf­magns­hlaupa­hjóli og vef­mynda­vél stolið.

Braut brunaboða í Ráðhúsinu

Þá fékk lög­regla einnig til­kynningu um mann í annar­legu á­standi sem var búinn að brjóta bruna­boða í Ráð­húsinu á fimmta tímanum í nótt en maðurinn hafði einnig tæmt úr slökkvi­tækjum í bíla­geymslu.

Maðurinn var meiddur á hendi þegar lög­reglu bar að garði og var hann fluttur á Bráða­deild til að­hlynningar. Að sögn lög­reglu verður hann mögu­lega vistaður í fanga­geymslu fyrir rann­sókn málsins.