Ein­hver fjöldi karl­manna á Ís­landi hefur undan­farið verið beittir fjár­kúgunum eða til­raun til þess tengt kyn­ferðis­legu spjalli sem þeir hafa átt við konu á netinu.

Í til­kynningu frá lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu kemur fram að upp á síð­kastið hafi þeim borist til­kynningar um slíkar fjár­kúgunar­til­raunir. Karl­mennirnir eru hvattir til að greiða ekki. Lög­reglan segir að ekkert annað komi út úr því en að fjár­kúgununum sé haldið á­fram.

Ferlið fer þannig fram að karl­mennirnir hafa fengið skila­boð frá er­lendri konu á Insta­gram og þeir beðnir um að setja upp Goog­le Hangouts spjall­for­rit til að ræða við konuna.

„Spjallið verður mjög fljótt kynferðislegt. Þegar líður á spjallið og maðurinn hefur berað sig fyrir myndavélinni er upptaka af honum sýnd í spjallglugganum þar sem konan var áður. Í kjölfarið er maðurinn krafinn um greiðslu, annars verði myndbandið sent á Facebook og Instagram vinalistana,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Hægt er að til­kynna um mál sem þessi í net­fangið abending@lrh.is. Upp­lýsingar sem gott er að fylgi til­kynningunni eru m.a. Insta­gram reikningurinn sem fyrst var haft sam­band úr, net­fangið á Goog­le Hangouts reikningnum og upp­lýsingar um hvert á að greiða kúgaranum (reiknings­númer).