Karl­maður á fertugsaldri lést í lögreglubíl í nótt er hann var hand­tekinn af lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu.

Kol­brún Bene­dikts­dóttir vara­héraðs­sak­sóknari stað­festir þetta í sam­tali við Frétta­blaðið en gat ekki gefið meiri upplýsingar að svo stöddu. Málið er til rannsóknar en embætti héraðssaksóknara fer með rannsókn á störfum lögreglu.

,,Lögreglan hafði afskipti af einstaklingnum í gær og þegar var verið að flytja hann á sjúkrahús þá lést hann í bílnum," segir Kolbrún.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins var maðurinn hand­tekinn fyrir utan Drauma­setrið, á­fanga­heimili fyrir heimilis­lausa, eitt af úrræðum Geðhjálpar sem er rekið af líknarfélaginu Spörvar. Maðurinn var 35 ára gamall og skilur eftir sig ungan son.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lögregla var kölluð að húsi í austurborginni ásamt sjúkraliði um tvöleytið í nótt vegna manns sem var sagður vera í annarlegu ástandi.

Lögregla flutti manninn á spítalann en hann missti meðvitund og fór í hjartastopp stuttu áður en þangað kom. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna á spítalann.

Fréttin hefur verið uppfærð