Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana við Grænlandslestarstöðina í Osló í Noregi í nótt.

Lögreglu barst tilkynning um málið á fimmta tímanum og hefur einn verið ákærður fyrir aðild að morðinu.

Norska ríkisútvarpið greinir frá.

Tveir voru handteknir í nótt og sættu yfirheyrslu en lögreglan telur morðið ekki handahófskennt. Lögreglan útilokar ekki frekari handtökur.

Tengsl séu á milli árásarmanns og fórnarlambs. Norska lögreglan hefur enn ekki lagt hald á morðvopnið.