Karlmaður á áttræðisaldri sem var með Covid-19 lést á Landspítala í gær. Alls hafa nú 54 látist á Landspítala vegna Covid-19.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans.

Alls liggja nú 59 sjúklingar á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu, annars þeirra er í öndunarvél.

Meðalaldur inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 er 68 ár.

Í gær voru 188 starfsmenn Landspítalans í einangrun vegna Covid-19.

Á vef Covid kemur fram að í heildina hafi 95 látist vegna Covid-19 frá upphafi faraldursins.