Karlmaður á áttræðisaldri lést á gjörgæslu síðasta sólarhring vegna Covid-19.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans.

Samkvæmt tölulegum upplýsingum af vef Covid.is eru andlát vegna Covid-19 frá upphafi orðin 45.

Nú liggja 37 sjúklingar á Landspítala með Covid-19, þrír eru á gjörgæslu og allir í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi er 63 ár.

Alls eru 9.334 sjúklingar í Covid göngudeild spítalans, þar af 3.366.

Í heildina eru Covid sýktir starfsmenn Landspítala 213.