Dæmi eru um að úkraínskir stúdentar sem ætluðu að koma til Ís­lands til að nema við há­skóla hér á landi hafi verið meinuð út­ganga og njóti ekki undan­þágu eins og nem­endur hafa alla jafna notið í stríði hingað til. For­seti Lands­sam­bands ís­lenskra stúdenta segir málið al­var­legt og vill að ís­lensk stjórn­völd beiti sér fyrir því að náms­mennirnir komist til landsins.

Í septem­ber sendu Evrópsku stúdenta­sam­tökin (ESU) frá sér neyðar­yfir­lýsingu þar sem þau kölluðu eftir því að yfir­völd í Úkraínu og í þeim ríkjum sem liggja að landinu virði sam­eigin­leg evrópsk gildi um rétt til náms og að náms­mönnum sé ekki meinuð út­ganga úr landi til að sækja sér nám. Í yfir­lýsingunni kom fram að hundruð karl­kyns nem­enda frá Úkraínu hafi haft sam­band og hafi greint frá því að þeim hafi ekki verið hleypt yfir landa­mærin til að sækja sér nám víðs vegar um Evrópu.

„Ég hef fengið það stað­fest að það eru dæmi um það sama á Ís­land,“ segir Alexandra ÝR van Erven for­seti Lands­sam­bands ís­lenskra stúdenta í sam­tali við Frétta­blaðið og að það séu þá úkraínskir stúdentar sem hafa ekki komist til landsins. Þar kemur fram að náms­menn hafi frá því að stríðið hófst fengið undan­þágu frá her­kvaðningu en að það líti út fyrir að sú undan­þága sé ekki lengur í gildi.

„Náms­menn hafa ekki endi­lega fengið bein skila­boð um að þeir megi ekki fara úr landi, en þeir komast ekki úr landi,“ segir Alexandra og að hún reikni með að það sem gerist sé að þegar fólk fram­vísi náms­manna­skír­teinum sínum þá virki þau ekki lengur.

„Það er rosa­lega mikil ó­vissa sem hvílir á þessu fólki, utan þess að búa við stríðs­að­stæður,“ segir Alexandra og að með þessu séu réttindi fólks til náms skert. Þá bendir hún á að náms­mennirnir hafi á­hyggjur af því að missa af tæki­færi sínu til náms eða að vera sparkað úr skólanum vegna þess að þau mæti ekki.

Með til­liti til frétta í Rúss­landi segir Alexandra að það kæmi henni ekki á ó­vart ef að það sama gildi um nem­endur sem koma frá Rúss­landi og að þau gætu átt erfitt með að koma til landsins á næstu önn en eins í síðasta mánuði til­kynnti for­seti Rúss­land um her­kvaðningu.

Í svari til Frétta­blaðsins segir utan­ríkis­ráðu­neytið að þeim sé kunnugt um karl­kyns stúdenta frá Úkraínu sem ekki geta yfir­gefið landið vegna inn­rásar Rúss­lands.

„Ís­lensk stjórn­völd gefa út Schen­gen-vega­bréfa­á­ritanir til fólks sem hyggst dvelja um lengri eða skemmri tíma á Ís­landi. Þau geta hins vegar ekki hlutast til um á­kvarðanir stjórn­valda á hverjum stað varðandi för ríkis­borgara þeirra yfir eigin landa­mæri,“ segir í svari þeirra.