Fann­ey Svans­dóttir fjallar í nýrri rann­sókn um fram­setningu sjálfsins á stefnu­móta­síðum, eins og Tinder, og hverjar af­leiðingar hennar geta verið. Hún segir að karl­menn og konur fram setji ó­líkar myndir af sér en bæði viti þau hvers er ætlað af þeim. Þannig eru, til dæmis, karl­menn lík­legri til að ljúga um menntun sína eða inn­komu og konur lík­legri til að ljúga um þyngd eða fegra sjálfar sig. Fann­ey skoðaði einnig hvers vegna þar er og hvaða af­leiðingar það getur haft.

Fann­ey segir í sam­tali við Frétta­blaðið að niður­stöður rann­sóknar hennar hafi ekki komið henni beint á ó­vart

„Það hefur alltaf verið „stigma“ i kringum stefnu­móta­síður sem hefur samt breyst núna. Það er ekki eins að vera á Tinder í dag og á Einka­mál fyrir tíu árum. Manni fannst það þá vera fyrir ör­væntingar­fullt fólk og hafði alls konar skoðanir á því,“ segir Fann­ey.

Hún segir að við­horf fólks til slíkra miðla hafi tekið miklum breytingum undan­farin ár og að flokka megi Tinder sem fram­lengingu sam­fé­lags­miðlum eins og Insta­gram og Face­book, því að fólk sé með annan til­gang á Tinder. Þá geti fólk einnig verið á Tinder vegna ó­líkra á­stæðna.

„Það er auð­vitað þetta „tölvu­leikja-element“. Þetta minnir pínu á Can­dy Crush og stundum ertu að „svæpa“ alveg hugsunar­laust. Mjög margir eru þarna fyrir „ego-boost“ en svo eru ein­hverjir sem eru að leita að sam­bandi eða skyndi­kynnum,“ segir Fann­ey.

„Það er auð­vitað þetta „tölvu­leikja-element“. Þetta minnir pínu á Can­dy Crush og stundum ertu að „svæpa“ alveg hugsunar­laust. Mjög margir eru þarna fyrir „ego-boost“ en svo eru ein­hverjir sem eru að leita að sam­bandi eða skyndi­kynnum.“
Fréttablaðið/Getty

Setjum alltaf fram fegraða mynd af okkur

Rann­sókn Fann­eyjar byggir á ýmsum rann­sóknum sem hafa fjallað um á­hrif Tinder á sjálfs­á­lit og er tekið til­lit til kenninga fé­lags­fræðingsins Erwin Goff­man. Hún segir að vegna þess hve mikil á­hersla er lögð á mynd­ræna fram­setningu á Tinder er einnig fjallað um rann­sóknir sem fjalla um það hvernig fólk velur myndirnar sem það á­kveður svo að setja á prófílinn sinn og hverju það leitast eftir í myndum annarra.

„Í kenningum hans er fjallað um fram­setningu sjálfsins og þar kemur fram að maður setur alltaf fram fegraða mynd af sjálfum sér. Maður veit alltaf hvað maður vill fá frá fólkinu í kringum sig. Þannig ég skoðaði sér­stak­lega rann­sóknir á fram­setningu á sjálfinu á stefnu­móta­síðum og þar kemur fram, sem dæmi, að karlar hafa til­hneigingu til að segja ó­satt um menntun og inn­komu á meðan konur eru lík­legri til að ýkja sig út­lits­lega með því að setja kannski gamlar myndir eða sjálfs­mynd með á­kveðnu sjónar­horni. Einnig eru þær lík­legri til að ljúga til um þyngd,“ segir Fann­ey.

Búið að segja við konur að þær séu ekki nóg

Hún segir að þessar niður­stöður hafi orðið til þess að hún vildi skoða frekar af hverju konur vilja fegra sig út­lits­lega og skoðaði þannig tengsl þessarar menningu við póst­femín­isma.

„Það er búið að segja við konur að það sé eitt­hvað að þeim, að við séum ekki nóg. Sjálf kvenna er aldrei full­komið. Það er alltaf hægt að bæta það en samt er það þannig í póst­femín­isma að það á að vera hug­mynd og val kvenna, að fara í lýta­að­gerðir og annað. Þannig eru á­hrif menningarinnar alveg hunsuð,“ segir Fann­ey.

Hún segir að málið sé þó alls ekki svo ein­falt. Því kröfur sam­fé­lagsins séu á­vallt til staðar þó að um eigi að vera val kvenna að ræða og nefnir sem dæmi aug­lýsingar um stinnan rass, sléttan maga, sem hafi á­vallt á­hrif.

„Sam­fé­lags­lega sam­þykktur líkami fyrir tíu árum var rosa­lega grannur líkami, en núna áttu að vera rosa­lega grönn en samt með rass og brjóst og í góði formi, en samt ekki of góðu formi. Það er alveg erfitt að vera kona,“ segir Fann­ey.

Áhersla lögð á nautn kvenna í póstfemínisma

Fann­ey segir að síðasti hluti rit­gerðarinnar hafi svo fjallað um „hina kyn­ferðis­lega frelsaðu konu“ sem hefur verið kynnt til leiks í póst­femín­isma. „Þar er lögð á­hersla á nautn kvenna og að konur geti líka stundað kyn­líf án skuld­bindinga,“ segir Fann­ey.

Hún segir að sá boð­skapur sé í sjálfu sér góður en í fram­kvæmd svipi því meira til þess sem megi sjá í klámi.

„Þó að það sé á­hersla á nautn kvenna þá er þetta samt þær að setja upp ein­hverja sýningu sem er hugsuð yfir karla. Ekki að þær séu að fá eitt­hvað út úr því heldur að þær séu kyn­æsandi fyrir karla,“ segir Fann­ey.

Fann­ey segir að eftir því sem að femín­ismi verði meira á­berandi þá aukist kven­fyrir­litning. Hún segir að það sem einnig megi sjá á stefnu­móta­síðunum og á þeim skila­boðum sem konur fá frá sumum karl­mönnum er að ein­hver hluti þeirra telur að konur skuldi þeim kyn­líf.

„Ég tók skjá­skot á síðunni Fá­vitar til greiningar og mörg þeirra beri merki um það. Áður en þeir heilsa þá spyrja þeir „Viltu ríða?“ Ég veit ekki hvort það tengist því að þeir eru á inter­netinu og að þar gildi aðrar reglur eða hvort að skila­boðin séu sú að konur séu alltaf til í að upp­fylla ein­hverja óra karl­manna. Ég vona að minnsta kosti að karl­menn séu ekki að labba upp að konum og biðja þær að fróa sér fyrir framan sig,“ segir Fann­ey og bætir við:

„Ég held að allar konur hafi lent í ein­hverju svona. Sama hvort það eru ó­við­eig­andi skila­boð eða typpa­myndir.“

Hún telur að karl­menn verði á­vallt sviknir af þeim skila­boðum sem þeir fá frá sam­fé­laginu og feðra­veldinu um konur og hvernig þær „eigi“ að haga sér.

„Skila­boðin sem er verið að senda þeim eru bara röng og maður verður að trúa að það sé hægt að breyta því,“ segir Fann­ey að lokum.

Fann­ey út­skrifast núna í vor úr menningar­fræði frá Há­skóla Ís­lands og segir að hana langi mikið að vinna á­fram með efni rit­gerðarinnar en það verði lík­legra ekki fyrr en ein­hvern tímann síðar. Rit­gerðin er lokuð eins og er á skemmunni en hægt verður að lesa hana eftir 22. júní á þessu ári hér.