Sam­kvæmt niður­stöðunum könnunar sem Mið­stöð ís­lenskra bók­mennta, í sam­starfi við sex aðila á bók­mennta­sviðinu, lét gera lásu ís­lenskir karlar færri bækur í ár en í fyrra en enginn munur er á lestri kvenna á milli ára.

Í til­kynningu segir að meðal­fjöldi lesinna bóka sé nú jafn því sem hann var fyrir Co­vid-19 far­aldurinn eða 2,3 bækur á mánuði. Í far­aldrinum hafi lesturinn farið upp í 2,5 bækur á mánuði.