Karl­kyns frétta­þulir í Afgan­istan sýndu stuðning við kven­kyns sam­starfs­menn sína og huldu and­litin sín í út­sendingu. Í síðustu viku var til­kynnt að kven­kyns frétta­þulir þurfi núna að hylja and­lit sín þegar þær lesa fréttir. Þetta kemur í frétt The Guar­dian.

Mót­mælin hafa vakið at­hygli á sam­fé­lags­miðlum undir merkinu #FreeHerFace og beinist gagn­rýnin á­kvörðun Talí­bana um að hylja þurfi and­lit kvenna í sjón­varpi.

Stjórn Talí­bana sendi á alla af­ganska fjöl­miðla til­kynningu um á­kvörðun þeirra. Þeir sögðu á­kvörðunina vera endan­lega og enginn gæti mót­mælt henni.

Á­kvörðun Talí­bana kemur til vegna á­kvörðun þeirra að konur eigi að hylja and­lit þeirra í al­menningi og telja þeir sjón­varp falla undir þá á­kvörðun.

Lema Spesali segir í sam­tali við The Guar­dian að þau hafi átt fund með Talí­bönum þar sem þau fengu þessar upp­lýsingar en þau hafi á­kveðið að karlarnir skyldu einnig hylja and­lit sín til þess að sýna konunum stuðning.

Fréttakonur hafa þurft að klæða sig í dekkri liti og hylja andlit sín þegar þær koma fram í sjónvarpi.
Fréttablaðið/EPA

Á þeim níu mánuðum sem liðið hafa eftir að Talí­banar tóku stjórn í Afgan­istan hafa kynnar neyðst til þess að hætta að klæðast lit­ríkum fötum og byrja að klæðast lit­lausum fötum.

Lema segir það vera erfitt að sinna vinnu sinn með hulið and­lit. „Ég get ekki andað. Ég get ekki fengið súr­efni. Við þurfum eining að bera fram orðin ná­kvæm­lega. Það er erfitt að lesa fréttirnar með grímu,“ sagði hún.