Karlkyns fréttaþulir í Afganistan sýndu stuðning við kvenkyns samstarfsmenn sína og huldu andlitin sín í útsendingu. Í síðustu viku var tilkynnt að kvenkyns fréttaþulir þurfi núna að hylja andlit sín þegar þær lesa fréttir. Þetta kemur í frétt The Guardian.
Mótmælin hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum undir merkinu #FreeHerFace og beinist gagnrýnin ákvörðun Talíbana um að hylja þurfi andlit kvenna í sjónvarpi.
Stjórn Talíbana sendi á alla afganska fjölmiðla tilkynningu um ákvörðun þeirra. Þeir sögðu ákvörðunina vera endanlega og enginn gæti mótmælt henni.
Ákvörðun Talíbana kemur til vegna ákvörðun þeirra að konur eigi að hylja andlit þeirra í almenningi og telja þeir sjónvarp falla undir þá ákvörðun.
Lema Spesali segir í samtali við The Guardian að þau hafi átt fund með Talíbönum þar sem þau fengu þessar upplýsingar en þau hafi ákveðið að karlarnir skyldu einnig hylja andlit sín til þess að sýna konunum stuðning.

Á þeim níu mánuðum sem liðið hafa eftir að Talíbanar tóku stjórn í Afganistan hafa kynnar neyðst til þess að hætta að klæðast litríkum fötum og byrja að klæðast litlausum fötum.
Lema segir það vera erfitt að sinna vinnu sinn með hulið andlit. „Ég get ekki andað. Ég get ekki fengið súrefni. Við þurfum eining að bera fram orðin nákvæmlega. Það er erfitt að lesa fréttirnar með grímu,“ sagði hún.