Karla­hlaupi Krabba­meins­fé­lags Ís­lands hefur verið frestað vegna verk­falls Eflingar. Það markar gjarnan upp­haf Mottu­mars ár hvert en á að þessu sinni að marka lok hans. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

„Vegna verk­falls Eflingar er of mikil ó­vissa um hvort fé­laginu sé kleift að halda Karla­hlaupið á sunnu­daginn eins og fyrir­hugað var en fé­lags­menn Eflingar sjá um lokanir gatna og mokstur á stígum,” segir Halla Þor­valds­dóttir fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­fé­lagins.

„Þetta er auð­vitað afar baga­legt, sér­stak­lega fyrir alla þá sem höfðu gert ráð­stafanir varðandi það að taka þátt í hlaupinu en haft verður sam­band við alla þá sem hafa skráð sig.

Ný dag­setning verður til­kynnt mjög fljót­lega en stefnt er að því að hlaupið muni marka lok Mottu­mars í stað upp­hafs á­taksins eins og ráð­gert var enda trúum við því að samnings­aðilar hafi þá náð saman. Kosturinn er að nú gefst karl­mönnum enn betri tími til undir­búnings fyrir Karla­hlaupið.”