Karl Steinar Valsson hefur verið ráðin yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra. Karl Steinar hefur störf hjá embætti ríkislögreglustjóra 1. janúar 2021. Frá þessu er greint á heimasíðu Lögreglunnar. Karl Steinar hættir þá sem yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hann hefur sinnt því starfi síðustu ár.

Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að Karl Steinar hafi verið stjórnandi ýmissa eininga allt frá árinu 1997. Þar áður starfaði hann sem tengslafulltrúi Íslands hjá Europol ár árunum 2014 til 2018 þar sem hann var meðal annars ábyrgur fyrir stefnumótun og framtíðarstefnu Íslands á sviði samvinnu við aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi.

Karl Steinar er lögreglumenntaðir en hefur auk þess menntað sig í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík sem og stjórnendaþjálfun frá Bandarísku alríkislögreglunni.

Grímur Grímsson tekur við miðlægu deildinni

Við stöðu yfirmanns miðlægu rannsóknardeildarinnar tekur Margeir Sveinsson en aðeins tímabundið fram til næsta vors, en þá kemur Grímur Grímsson til baka frá starfi sínu með Europool og tekur hann við stjórn deildarinnar 1. apríl.