Elísabet II Bretadrottning lést í gær 96 ára að aldri. Sonur hennar, Karl, hefur í kjölfarið tekið við sem konungur, Karl III, og mun í dag ávarpa þjóðina sem konungur í kvöld.

Hann mun í dag ferðast frá Balmoral þar sem hann hefur dvalið frá því að móðir hans lést til Lundúna þar sem hann mun funda með nýjum forsætisráðherra, Liz Truss. Með honum í för verður eiginkona hans Kamilla.

Talið er líklegt að hann muni ákveða í dag hvernig jarðarförin frem fram. Tilkynnt hefur verið að þjóðarsorg verði þar til sjö dögum eftir ríkisútför drottningarinnar sem líklega verður 19. september en það á þó eftir að staðfesta það.

Opnað hefur verið vefsvæði á heimasíðu bresku konungsfjölskyldunnar þar sem hægt er að skrifa samúðarkveðjur.

Mikill fjöldi hefur lagt leið sína að höllinni og skilið eftir blómvendi.
Fréttablaðið/EPA

Mikill fjöldi hefur þegar safnast saman við Buckingham höll í Lundúnum og fyrir aðrar konunglegar byggingar og skilið eftir blómvendi. Dagurinn sem jarðarförin er haldin á verður almennur frídagur í Bretlandi.

Karl Konungur mun ákveða og síðar tilkynna hversu lengi breska konungsfjölskyldan verður í sorgarklæðum en búist er við því að það verði í einn mánuð. Fánum hefur víða verið flaggað í hálfa stöng í Bretlandi. Kirkjuklukkum verður hringt í Westminster Abbey, St Paul’s dómkirkjunni og í Windsor kastala á hádegi og eru aðrir kirkjuverðir hvattir til þess að hringja bjöllum á sama tíma.

Í almenningsgarðinum Hyde Park verður einu skoti fyrir hvert ár sem hún lifði.

Þá er búið að aflýsa ýmsum tónlistar- og íþróttaviðburðum í dag auk þess sem verkfalli lestar- og póststarfsmanna hefur verið aflýst. Leiksýningar verða leyfðar í dag en aðeins með þeim fyrirvara að það verði mínútu þögn fyrir hverja sýningu.