Innlent

Kári: Vefurinn viðbragð við óásættanlegu viðhorfi

Hátt í átján þúsund manns hafa skráð sig á síðuna arfgerð.is á einum sólarhring.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vilhelm Gunnarsson

Alls hafa 17.700 manns skráð sig á síðuna arfgerd.is, þar sem einstaklingar geta óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri stökkbreytinguna 999del5 í BRCA2. Vefsíðan var opnuð í hádeginu í gær. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hins vegar að aðeins sé um viðbragð við óásættanlegu viðhorfi stjórnvalda að ræða. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kára. Hann segir þá afstöðu starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um að ekki megi hafa samband við fólk í lífshættu að fyrra bragði og vara það við þannig að hægt sé að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða óásættanlega. Hún bjóði hættunni á því að fólk fari á mis við lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem hægt sé að veita. 

„Íslensk erfðagreining á dulkóðuð gögn um ríflega eittþúsund Íslendinga sem hafa sjúkdómsvaldandi stökkbreytingu í BRCA2-erfðavísinum, 86% líkur eru á að konur í þessum hópi fái krabbamein, en hlutfallið er ívið lægra meðal karla,“ segir í tilkynningunni.

Allir geta skráð sig á síðuna og óskað eftir þessum upplýsingum sem gefið hafa blóðsýni í rannsóknir á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem ekki hafa gefið slík sýni en óska eftir því að fá úr þessu skorið, geta pantað tíma í Þjónustumiðstöð rannsókna, í Turninum í Kópavogi og gefið blóðsýni sér að kostnaðarlausu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Nærri 7000 óskað eftir upplýsingum um BRCA2

Vísindi

Þúsundir óska upplýsinga um BRCA2 stöðu sína á nýjum vef

Innlent

Íslendingar fá að vita hvort þau hafi BRCA2 stökkbreytingu

Auglýsing

Nýjast

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Vara við hríð og slæmri færð

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Auglýsing