Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, virðist ósáttur við skrif fimm heim­spekinga sem hafa birt tvær greinar í Frétta­blaðinu í þessum mánuði. Kári birti í dag svar­grein við skrifum heim­spekinganna undir titlinum „Þeir einir míga tvisvar í sama skóinn, sem þykir gott að vera blautir í fæturna“.

Fyrri grein heim­spekinganna, sem birtist 9. febrúar, fjallaði um hugsan­lega bólu­efna­rann­sókn í sam­starfi við lyfja­fyrir­tækið Pfizer og hvort það væri sið­ferðis­lega rétt ef Ís­land að træði sér fram fyrir önnur lönd í bólu­efna­röðinni með rann­sókninni.

Kári svaraði grein þeirra með grein sem hann sendi inn til Frétta­blaðsins 22. febrúar. Þar sagði hann heim­spekingana ekki hafa hunds­vit á bólu­setningar­vanda og skrifin vera svipuð því og „þegar einn af okkar á­gætu tón­listar­gagn­rýn­endum skrifaði í dag­blað um tón­leika sem aldrei voru haldnir“.

Heim­spekingarnir vilji ekki takast á við raun­veru­leikann

Sama dag og Kári sendi inn grein sína sendu heim­spekingarnir inn aðra grein þar sem af­staða þeirra til málsins var rædd frekar og brugðist var við um­ræðu sem skapast hafði um málið. Frétta­blaðið bauð þeim að lesa svar­grein Kára fyrir birtingu og bregðast við henni en tóku þeir á­kvörðun um að láta skrif Kára ekki hafa áhrif á tilbúna grein sína.

Um þetta segir Kári: „Frétta­blaðið bauð þeim að takast á við raun­veru­leikann en þeir höfnuðu því. Kannski raun­veru­leikinn og heims­spekin þeirra blandist illa saman.“ Hann spyr þá les­endur hvort þeim finnist „eins og okkur beri skylda til þess að troða heim­spekingum í þurra sokka eða er það sið­ferðis­legur réttur þeirra að fá að ganga um hland-blautir í báða fætur?“

Evrópusamningarnir óréttlátir í sjálfu sér

Í grein sinni í dag segir Kári for­dæming heim­spekinganna á mögu­legri rann­sókn Pfizers „byggða á skoðun þeirra á eigin hugar­burði og engu öðru.“

Heim­spekingarnir spyrja til dæmis hvort það sé for­svaran­legt að ein þjóð komist fram fyrir aðrar í bólu­setninga­röðinni og stígi þannig út úr sam­komu­lagi við aðrar þjóðir um að tryggja sann­gjarna dreifingu bólu­efna. Kári bendir á að með aðild Ís­lands að sjálfum samningum Evrópu­sam­bandsins brjóti landið gegn CO­VAX-samningnum um rétt­láta dreifingu bólu­efna. Samningar Evrópu­sam­bandsins geri það nefni­lega að verkum að fá­tækari lönd heims fái lítið sem ekkert af bólu­efni fyrr en á næsta ári.

Hefði til­raun Pfizers orðið að veru­leika hefði hún heldur ekki brotið í bága við sam­komu­lag Ís­lands við Evrópu­sam­bandið, að sögn Kára, því til­raunin hefði ekki falið í sér kaup á bólu­efninu heldur hefði Pfizer skaffað Ís­landi fríum bólu­efna­skömmtum fyrir rann­sóknina til þess að auka skilning á því hvernig efnið virkar.

„Það var mat Pfizers á sínum tíma að það vantaði tölu­vert upp á þann skilning og að því marki að það gæti staðið í vegi fyrir að það nýttist sem best. Sú stað­reynd að heim­spekingarnir efast um rétt­mæti þeirrar skoðunar Pfizers er í besta falli hlægi­leg,“ skrifar Kári.

Hann gagn­rýnir þá fleira í skrifum heim­spekinganna; vanga­veltur þeirra um hvort Ís­land hefði átt að leita til Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar og fá blessun hennar fyrir rann­sókninni og gagn­rýni þeirra á við­brögðum Kára við því þegar Per­sónu­vernd vildi ekki af­greiða um­sókn Ís­lenskrar erfða­greiningar snemma í faraldrinum um að fá að skima fyrir veirunni á Ís­landi sam­dægurs, heldur á­kvað að geyma það yfir heila helgi.