Kári Stefáns­son skrifar föður sínum, Stefáni Jóns­syni frétta­manni, opið bréf sem birtist sem að­send grein í Frétta­blaðinu í dag.
Þrátt fyrir að faðir hans hafi látist fyrir meira en 30 árum metur Kári það svo að meira lífs­mark sé með Stefáni Jóns­syni en nafna hans út­varps­stjóra og nánustu sam­starfs­mönnum hans.

Til­efnið er að Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri neitaði að láta spila nýja út­setningu ís­lenska þjóð­söngsins, í anda þeirrar út­gáfu banda­ríska þjóð­söngsins sem Jimi Hendrix gerði ó­dauð­lega á Woodstock-tón­listar­há­tíðinni 1969, sem síðasta lag fyrir fréttir í dag, 17. júní.

Út­varps­stjóri vísaði í 3. gr. laga um þjóð­sönginn sem kveður á um að ekki skuli flytja hann eða birta í annarri mynd en hinni upp­runa­legu gerð og neitaði að spila Hendrix-út­gáfuna sem Þor­steinn Einars­son gítar­leikari og Ey­þór Gunnars­son píanó­leikari eiga heiðurinn af.

Hér má hlýða á þessa nýju út­setningu þjóð­söngsins og horfa á mynd­band sem Lauf­ey Elías­dóttir tók og klippti saman af þessu til­efni.