Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, segir að á­kvörðun stjórn­valda um að hætta skimunum á landa­mærunum um mánaðar­mótin setji að honum pínu­lítinn ugg. Hann tekur þó fram að hann sé ekki að mælast til annars, en það sé á­hætta fólgin í á­kvörðuninni.

Frétta­blaðið heyrði í Kára vegna fréttar Reu­ters af því að sumir far­aldurs­fræðingar mæli nú með því að bólu­sett sé með einni sprautu Pfizer eða Moderna að nýju meðal þeirra sem hafa fengið Jans­sen vegna Delta af­brigðisins svo­kallaða. Þá hefur því meðal annars verið lýst í greinbanda­ríska vef­miðilsins The At­lantic að vísinda­menn viti ekki með vissu hvort Delta af­brigðið sé hættu­legra en hin fyrri, þó það smitist lík­legast frekar en önnur af­brigði.

Kári segir erfitt að greina gögn um á­hrif veirunnar á sjúk­linga þar sem fleiri í eldri aldurs­hópum frekar en í þeim yngri séu nú bólu­settir. „Það eru ein­hverjar fréttir um að það sé ungt fólk að leggjast meira inn á spítala heldur en áður en það er svo­lítið erfitt að greina þau gögn vegna þess að það er búið að bólu­setja meira af eldra fólkinu. Stað­reyndin er sú að eftir tvær bólu­setningar með AstraZene­ca eða Pfizer þá ertu með 90 prósent vörn gegn þessu af­brigði,“ segir Kári.

„Þannig jú það má vel vera að þetta hlaupi eitt­hvað hraðar á milli manna, það má vel vera að þetta leggist þyngra á yngra fólk heldur en til dæmis Alpha af­brigðið sem við kölluðum breska af­brigðið hér áður en þetta er ekki grund­vallar­munur.“

Að­spurður út í á­hyggjur far­aldurs­fræðinganna segir Kári þær stafa af því að ein sprauta af bólu­efni virðist ekki nægja til varnar gegn Delta.

„Það er vegna þess að ein bólu­setning með AstraZene­ca og Pfizer veitir ekki nema 35 prósent vörn gegn Delta af­brigðinu en tvær bólu­setningar veita 90 prósent. Þá eru menn með á­hyggjur af þessu Jans­sen bólu­efni sem er gefið bara einu sinni. Þetta er ekki eðlis­munur, það þarf sams­konar tak­mörkun á hegðun fólks til þess að koma í veg fyrir út­breiðslu á þessu eins og á öðrum af­brigðum af þessari veiru,“ segir Kári.

Erum að taka svo­litla á­hættu um mánaðar­mótin

„Þetta er ekki stóra málið finnst mér. Þessi ör­fáu smit sem eru að finnast á Ís­landi í dag hins vegar valda mér svo­litlum á­hyggjum af þeirri hug­mynd að hætta að skima á landa­mærum,“ segir Kári.

„Ég er ekki að segja að ég sé að halda því fram að það eina eðli­lega væri að halda á­fram skimunum, ég er ó­sköp ein­fald­lega að segja að við erum að taka svo­litla á­hættu. Maður þarf alltaf að taka ein­hverja á­hættu en þetta veldur mér pínu­litlum ugg.“

Eins og fram hefur komið taka breytingar á landa­mærunum gildi þann 1. júlí. Þá verður sýna­tökum hætt hjá þeim sem fram­vísa gildum vott­orðum um bólu­setningu með bólu­efnum sem Lyfja­stofnun Evrópu og/eða Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunin hafa viður­kennt.

Sýna­töku verður auk þess þess hætt hjá börnum sem fædd eru 2005 eða síðar. Kári segir að­spurður það ekki vera vegna Delta af­brigðisins sem hann hefur á­hyggjur heldur bara út af veirunni al­mennt.

„Það er fólk að koma til landsins sem að hefur reynst vera sýkt og hefur reynst smita aðra. Enn sem komið er þá eru til dæmis bólu­setning meðal barna og ung­linga heldur fá­tíðar og það eru tölu­vert af börnum og ung­lingum að koma til landsins. Þetta er bara ó­sköp eðli­legt og sjálf­sagt að hafa allan varann á þó svo að maður sé ekki endi­lega að halda því fram að það ætti að halda á­fram að skima á landa­mærum,“ segir Kári.

Þetta segir Kári alltaf hafa verið sína af­stöðu. Öllum fréttum af Delta af­brigðinu ætti að vera tekið með ró og stillingu hér á landi.

„Og við eigum að vera undir það búin að þurfa að grípa aftur til að­gerða til að hemja út­breiðslu. Við erum búin að sýna fram á að við getum þetta, við erum búin að sýna fram á að þjóðin er reiðu­búin til að fara að þeim ráðum eða reglum sem eru settar. Þannig að við erum á góðum stað.“