Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, spáir því að næstu af­brigði af kórónu­veirunni verði skárri en Delta af­brigðið svo­kallaða. Kári ræðir faralu­drinn við norska miðilinn TV2 í nýju við­tali.

Þar ræðir miðillinn við Kára um árangur Ís­lands og Ís­lenskrar erfða­greiningar í rað­greiningum á veirunni. Kári segist hand­viss um að í næsta far­aldri muni öll ríki beina sömu að­ferð, að rað­greina öll já­kvæð sýni sem greinast.

Þá segist Kári telja að Delta af­brigðið verði það mest smitandi. Hann segist ekki telja að önnur af­brigði verði verri og muni smita meira.

Að­spurður að því hvort það sé gott segir Kári: „Það er bara veru­leikinn,“ og bendir á að veiran hafi stökk­breyst 50 milljón sinnum nú þegar. Hann segist binda vonir við ný bóluefni, sem muni binda enda á faraldurinn.

„Það er mögu­legt að við fáum af­brigði sem er eins smitandi og Delta en ekki eins hættu­legt. Vírusinn vill vera eins smitandi og hægt er en á sama tíma skað­laus hýslinum. Vírusinn vill lifa af.“