Kári Stefáns­­son, for­­stjóri Ís­­lenskrar erfða­­greiningar, gagn­rýnir harð­­lega að leik­­skóla­­gjöld séu inn­heimt hér á landi. Það sé dæmi um van­rækslu sam­­fé­lagsins á skyldu þess við skólana og bitni jafn­­framt einna helst á börnum ungra og tekju­lágra for­eldra. Þetta sagði Kári í ræðu á raf­­rænu Skóla­­mála­þingi Kennara­­sam­bands Ís­lands fyrr í vikunni.

Kennarar mikil­vægari en orð fá lýst

Kári fer fögrum orðum um kennara­­stéttina og segir að starf þeirra sé „mikil­­vægara en orð fá lýst.“ Sam­­fé­lagið van­ræki hins vegar vinnu­­staði þeirra og líti svo á að kennarar séu „best geymd sem lág­­launa­­stétt á van­ræktum vinnu­­stöðum.“ Þá segir hann enn fremur að leik­­skólar og grunn­­skólar séu mikil­­vægustu stofnanir landsins og kennarar móti og skapi fram­­tíð þjóðarinnar. „Fram­­tíð fjöl­­skyldna okkar allra er háð því hvernig skóla­­kerfið hjálpar okkur við að koma börnum okkar til manns. Því yngri sem ein­stak­lingurinn er því lík­­legri er að það sé hægt að hafa á­hrif á hann til góðs“

Frammi­­staða ís­­lenskra ung­­menna í al­­þjóð­­legum hæfni­­könnunum á borð við PISA bendi til van­rækslu sem hefjist strax á leik­­skóla og haldi á­­fram upp grunn­­skólann. „Tungu­­málið er það tæki sem við hugsum það þannig að van­­þroski í notkun tungu­­máls leiðir ekki til, heldur er van­­þroski í getunni til að hugsa.“

„Við verðum að gera betur"

Kári segir að dæmi séu til um leik­­skóla í Efra-Breið­holti þar sem börn eru langt á eftir jafn­öldrum sínum í mál­­þroska. Það sé graf­al­var­­legt mál og geti leitt til hegðunar­vanda­­mála langt fram eftir aldri. Þeim geti jafn­vel beðið fangelsis­vist. „Þeir sem vaxa úr grasi án þess að ráða al­­menni­­lega við tungu­­málið vaxa úr grasi án þess að geta al­­menni­­lega hugsað og lenda í vand­ræðum og lenda á Litla-Hrauni eða á ein­hvern annan máta á fram­­færi hins opin­bera.“ Hann leggur á­herslu á orð sín og segir: „Við verðum, við ein­fald­­lega verðum að gera betur.“

Vill að ný ríkis­stjórn setji skóla­mál á oddinn

Kári vill að sú ríkis­­stjórn sem nú sé í burðar­liðnum beiti sér í málinu. „Við eigum að spyrja þau og okkur sjálf hvernig við viljum rækta þessar skyldur.“ Þá segir hann að stétta­­skiptingin á Ís­landi hafi aukist til muna undan­farin ár. Stjórn­­mála­­fólki sé tíð­rætt um að minnka þurfi muninn á milli þeirra sem „eiga og eiga ekki“ og ekkert tæki sé betra til þess fallið að jafna leikinn heldur en skóla­­kerfið. Meiri fjár­­festinga í leik­­skóla- og grunn­­skóla sé þörf. „Há­­skólarnir eru mikil­­vægir og sama má segja um mennta­­skólana, en leik­­skólarnir og grunn­­skólarnir eru þeir víg­vellir þar sem orrustur upp á líf og dauða eru háðar.“

Hér má sjá ræðu Kára á Skóla­mála­þingi Kennara­sam­bandsins:

Kári Stefánsson Kennarasamband Íslands.mov from Íslensk erfðagreining deCODE on Vimeo.