Radowan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Srebrenica í Bosníustríðinu árið 1995. 

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag kvað upp dóminn núna eftir hádegið.

Karadzic var áður, á neðra dómsstigi, dæmdur til 40 ára fangleisvistar, en hann er 73 ára gamall. Hann áfrýjaði dómnum á þeim forsendum að réttarhöldin hafi verið pólitískt sjónarspil. Hann hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð.

Karadzic var í undirrétti fundinn sekur um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni, en fórnarlömbin, meðal annars í morðunum í Srebrenica, voru Bosníumenn og Króatar.