Harður árekstur varð á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar tveir bílar skullu saman á Norðurströnd á Seltjarnarnesi.
Að sögn varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leikur grunur á að ökumaður annars bílsins hafi verið undir áhrifum áfengis- eða vímuefna og málið verði rannsakað af lögreglu.
Vísir greinir frá því að kappakstur tveggja ungra ökumanna hafi leitt til slyssins og að fimm hafi verið fluttir á slysadeild.
Annar hafi tekið fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn hafi keyrt í burt og stungið af. Talsvert tjón var á bílunum tveimur en farþegar bílanna virðast hafa sluppið vel.
Veginum hafi verið lokað í um einn og hálfan tíma á meðan aðgerðir stóðu yfir. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang.