Banda­ríski tón­listar­maðurinn Kanye West hefur til­kynnt að hann hyggist bjóða sig fram í næstu for­seta­kosningum, en þær fara næst fram árið 2024.

Hann til­kynnti þetta á Twitter síðu sinni fyrr í dag en þar sagðist hann einnig hafa rætt við Donald Trump, fyrr­verandi for­seta Banda­ríkjanna, um að vera með­fram­bjóðandi sinn.

West bauð sig einnig fram í síðustu for­seta­kosningum en upp­skar ekki eins og hann hafði vonast til. Hann fékk einungis 70 þúsund at­kvæði.

Til­kynning West um fram­boð kemur í kjöl­far deila sem hann hefur vakið upp á sam­fé­lags­miðlum. Á tísku­vikuna í París mætti hann í bol sem merktur var „White Lives Matter“ og svo full­yrti hann að gagn­rýn­endur hans væru á launum hjá leyni­legum hóp gyðinga.

Þá sagðist hann einnig hafa tapað tveimur milljörðum dollara á einum degi.

Í síðasta fram­boði til for­seta var West á kjör­seðlinum í einungis tólf ríkjum af þeim fimm­tíu sem mynda Banda­ríkin. Hann hélt þá einungis einn sam­komu­fund þar sem hann brast í grát þegar hann ræddi fóstur­eyðingar.

West hefur ýjað að því að hann hafi ráðið Milo Yiann­opolos, þekktan hægri-á­lits­gjafa í Banda­rískum stjórn­málum, sem fram­boðs­stjórann sinn. Það hefur þú ekki enn verið stað­fest.