Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í næstu forsetakosningum, en þær fara næst fram árið 2024.
Hann tilkynnti þetta á Twitter síðu sinni fyrr í dag en þar sagðist hann einnig hafa rætt við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að vera meðframbjóðandi sinn.
#YE24 pic.twitter.com/OR60id12oS
— ye (@kanyewest) November 25, 2022
West bauð sig einnig fram í síðustu forsetakosningum en uppskar ekki eins og hann hafði vonast til. Hann fékk einungis 70 þúsund atkvæði.
Tilkynning West um framboð kemur í kjölfar deila sem hann hefur vakið upp á samfélagsmiðlum. Á tískuvikuna í París mætti hann í bol sem merktur var „White Lives Matter“ og svo fullyrti hann að gagnrýnendur hans væru á launum hjá leynilegum hóp gyðinga.
Þá sagðist hann einnig hafa tapað tveimur milljörðum dollara á einum degi.
Í síðasta framboði til forseta var West á kjörseðlinum í einungis tólf ríkjum af þeim fimmtíu sem mynda Bandaríkin. Hann hélt þá einungis einn samkomufund þar sem hann brast í grát þegar hann ræddi fóstureyðingar.
West hefur ýjað að því að hann hafi ráðið Milo Yiannopolos, þekktan hægri-álitsgjafa í Bandarískum stjórnmálum, sem framboðsstjórann sinn. Það hefur þú ekki enn verið staðfest.
First time at Mar-a-Lago
— ye (@kanyewest) November 23, 2022
Rain and traffic
Can’t believe I kept President Trump waiting
And I had on jeans Yikes
What you guys think his response was when I asked him to be my running mate in 2024?