Tón­listar­maðurinn Kanye West hefur skilað einn öllum framboðsgögnum til þess að vera á kjör­seðlinum í Ohio ríki í for­seta­kosningum Bandaríkjanna í haust. Frétta­miðilinn The Hill greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Allir fram­bjóð­endur til foresta þurfa að skila 5,000 undir­skriftum frá skráðum kjós­endum með fasta bú­setu í Ohio. Sam­kvæmt gögnum frá utan­ríkis­ráð­herra Ohio skilaði Kanye West 14,886 undir­skriftum.

Michelle Tid­ball sem titlar sjálfan sig með „biblíu­legur lífs­þjálfari“ í við­tali við tíma­ritið For­bes er vara­for­seta­efni Kanye West.

Af þeim ní­tján kjör­mönnum sem eru skráðir í kosninga­gögnum West eru sex af þeim með sama heimilis­fang í Ohio. Nokkrir aðrir deila einnig heimilis­fangið í Cle­veland borg.

Kanye West til­kynnti upp­haf­lega um fram­boð sitt til for­seta þann 4. Júlí. Sam­kvæmt skoðana­könnun frá síðasta mánuði var hann með tveggja prósenta fylgi á lands­vísu