Rapparinn Kayne West hefur dregið forsetaframboð sitt til baka. Þetta staðfesti kosningastjóri við New York Times.

Fréttirnar koma aðeins viku eftir að hann sagði í viðtali við Forbes að það væri mikil alvara í forsetaframboði hans. Í viðtalinu sagði hann að eins og í öllu í lífinu væri hann að þessu til að vinna.

Daginn eftir bárust fregnir af því að fjölskylda West hefði áhyggjur af andlegri heilsu hans og að hann væri í maníu.

Kramer, kosningastjóri í New York sagði að West hefði þegar verið byrjaður að skipuleggja herferð sína. „ Hann var búinn að ráða bæði fólk í vinnu og sjálfboðaliða til að hjálpa honum að ná í undirskriftir". Í dag staðfesti Kramer svo að West væri búinn að draga framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka.

West tilkynnti um framboð sitt 5. júlí síðastliðinn en ekki lágu fyrir neinar frekari upp­lýsingar um fram­boð hans. Fram­boðs­yfir­lýsingin kom að­dá­endum Kanye mögu­lega ekki á ó­vart en hann greindi frá því á síðasta ári að einn daginn myndi hann setjast í for­seta­stólinn. Svo virðist vera að það bíði betri tíma í þetta sinn.