„Það stendur yfir bylting í Íran,“ sagði Hanna Katrín Frið­riks­son þing­kona Við­reisnar á þingi í dag í um­ræðum um störf þingsins.

Hún sagði að byltingin væri bylting ungra kvenna, karla sem væru nú að segja nei við ára­langri kúgun.

„Sem hætta lífinu við það að krefjast frelsis.“

Hún sagði þau hafa sömu mark­mið og sýn og við höfum hér og að á sama tíma og stríðið í Úkraínu sé okkur nær og við hjálpum þeim þá

„Þó að Íran sé land­fræði­lega og menningar­lega fjar­lægt okkar,“ sagði Hanna Katrín að það væru ótal á­stæður til að grípa inn í að­stæður í Íran líka.

Hún sagði ungu konurnar og fólkið í Íran berjast fyrir þeim gildum sem eru við­höfð hér og að við hér á Ís­landi ættum að styðja við þau.

„Herra for­seti, kannski ætti ung hug­rökk írönsk stúlka, ein byltingar­leið­toganna í Íran að vera næst til að á­varpa Al­þingi hér í þessum sal,“ sagði Hanna Katrín.

Ný­lega á­varpaði for­seti Úkraínu þingið en Hanna Katrín vísaði lík­lega til þess þegar hún sagði að írönsk stúlka ætti að vera næst, það er næst á eftir Volodimír Selenskíj.