„Það stendur yfir bylting í Íran,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson þingkona Viðreisnar á þingi í dag í umræðum um störf þingsins.
Hún sagði að byltingin væri bylting ungra kvenna, karla sem væru nú að segja nei við áralangri kúgun.
„Sem hætta lífinu við það að krefjast frelsis.“
Hún sagði þau hafa sömu markmið og sýn og við höfum hér og að á sama tíma og stríðið í Úkraínu sé okkur nær og við hjálpum þeim þá
„Þó að Íran sé landfræðilega og menningarlega fjarlægt okkar,“ sagði Hanna Katrín að það væru ótal ástæður til að grípa inn í aðstæður í Íran líka.
Hún sagði ungu konurnar og fólkið í Íran berjast fyrir þeim gildum sem eru viðhöfð hér og að við hér á Íslandi ættum að styðja við þau.
„Herra forseti, kannski ætti ung hugrökk írönsk stúlka, ein byltingarleiðtoganna í Íran að vera næst til að ávarpa Alþingi hér í þessum sal,“ sagði Hanna Katrín.
Nýlega ávarpaði forseti Úkraínu þingið en Hanna Katrín vísaði líklega til þess þegar hún sagði að írönsk stúlka ætti að vera næst, það er næst á eftir Volodimír Selenskíj.