Lög­reglan á Suður­nesjum hefur haft af­skipti af nokkrum ein­stak­lingum á síðustu dögum vegna fíkni­efna­mála sem leiddi meiðal annars til þess að kanna­bis­ræktun var stöðvuð í Njarð­vík.

Plönturnar voru hald­lagðar til eyðingar á­samt tækjum og tólum til ræktunarinnar. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni.


Karl­maður sem hand­tekinn var vegna gruns um inn­brot og eigna­spjöll reyndist við öryggis­leit á lög­reglu­stöð hafa í fórum sínum meint fíkni­efni og sprautur.

Í kjölfarið var farið í hús­leit að fenginni heimild í í­búðar­hús­næði en þar fundust kanna­bis­efni, sterar og hnífur sem hús­ráðandi gekkst við að eiga. Hald var lagt á efnin og hnífinn sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglunni á Suður­nesjum..