Kannabisefni fundust undir dýnu í bílskúr á Suðurnesjum. Tvö kannabismál komu á borð lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni.

Í bílskúrnum, þar sem húsleit fór fram að fenginni heimild, fannst jafnframt mikið magn af smelluláspokum, vog og önnur tól til fíkniefnanotkunar.

Í öðrum bílskúr var húsráðandi fyrir að sögn lögreglu og framvísaði hann krukku með kannabisefnum sem geymd var í skúrnum.

Ekki kemur fram hvar á Suðurnesjum leitin fór fram.