Félag 365 miðla, eig­anda Torgs ehf., út­gefanda Frétta­blaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna á­huga mögu­legra kaup­enda á Torgi, vegna skil­yrða sem Sam­keppnis­eftir­litið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. 

365 á tæp­lega 11 prósenta hlut í Sýn. Sam­keppnis­eftir­litið setti þau skil­yrði að innan til­tekins tíma myndi 365 þurfa að selja hlut sinn í Torgi eða Sýn. 365 hagnaðist um 907 milljónir króna fyrir skatt 2017. 

„Engin á­kvörðun hefur verið tekin um hvort selja eigi hlut 365 í Torgi, eða í Sýn hf.,“ segir í til­kynningu frá Ingi­björgu S. Pálma­dóttur, for­stjóra Torgs. Hins vegar liggi fyrir að lengri tíma muni taka að setja ó­skráð fé­lag í slíkt ferli og því sé þetta skref stigið nú. 

„Engar breytingar verða á dag­legum rekstri Torgs eða Frétta­blaðsins með þessu,“ segir enn fremur í til­kynningunni. Torg stand­setur nú nýjar höfuð­stöðvar sínar í mið­borginni, nánar til­tekið við Hafnar­torg.