Mengun af manngerðum efnum í og við Þingvallavatn er til rannsóknar.
Eydís Salóme Eiríksdóttir, jarðefnafræðingur hjá Hafrannsóknastofnum, segir að um sé að ræða sérverkefni fyrir þjóðgarðinn, þar sem sýni eru tekin úr Silfru til að mæla alls kyns manngerð efni sem gætu valdið mengun í Þingvallavatni.
„Ef það myndi mælast hærri styrkur af manngerðum efnum, þá væri það eitthvað sem er að bætast við vegna köfunar á svæðinu,“ segir Eydís. Til stendur að rannsaka áhrif af köfun í Silfru.
„Það er mikilvægt fyrir þjóðgarðinn að hafa mælingar sem sýna hvort við finnum þessi manngerðu efni í Silfru. Það er erfitt að halda því fram að manngerðu efnin séu mengandi, án þess að hafa rannsóknir og mælingar á bak við það.“