Mengun af mann­gerðum efnum í og við Þing­valla­vatn er til rann­sóknar.

Ey­dís Salóme Ei­ríks­dóttir, jarð­efna­fræðingur hjá Haf­rann­sókna­stofnum, segir að um sé að ræða sér­verk­efni fyrir þjóð­garðinn, þar sem sýni eru tekin úr Silfru til að mæla alls kyns mann­gerð efni sem gætu valdið mengun í Þing­valla­vatni.

„Ef það myndi mælast hærri styrkur af mann­gerðum efnum, þá væri það eitt­hvað sem er að bætast við vegna köfunar á svæðinu,“ segir Ey­dís. Til stendur að rann­saka á­hrif af köfun í Silfru.

„Það er mikil­vægt fyrir þjóð­garðinn að hafa mælingar sem sýna hvort við finnum þessi mann­gerðu efni í Silfru. Það er erfitt að halda því fram að mann­gerðu efnin séu mengandi, án þess að hafa rann­sóknir og mælingar á bak við það.“