Ástralska lög­reglan kannar nú hvort að Terence Darrell Kel­ly hafi verið einn að verki þegar hann tók hina fjögurra ára gömulu Cleo Smith úr tjaldi for­elda sinna þann 16. októ­ber. Greint hefur verið frá því í áströlskum fjöl­miðlum að kona hafi að­stoðað hann við að hugsa um Cleo á meðan hún dvaldi í kjallaranum heima hjá Kel­ly.

Cleo var týnd í 18 daga en var bjargað af lög­reglunni um miðja nótt í síðustu viku. Hún fannst í heima­bæ sínum, Carnar­von, í um sex mínútna aksturs­fjar­lægð frá heimili sínu.

Kel­ly hefur verið á­kærður fyrir mann­ránið og var fluttur í há­marks­öryggis­fangelsi síðasta föstu­dag þar sem hann bíður þess að málið farið fyrir dóm­stóla. Næst á hann að mæta fyrir dómara í desember.

Lög­reglan hefur kallað eftir því að al­menningur láti vita ef þau voru í ein­hverju sam­bandi við Kel­ly eða sáu hann ein­hvers staðar síðustu vikur.

Yfirgefinn af móður sinni

Fjallað hefur verið um for­tíð hans í áströlskum fjöl­miðlum en hann var tekinn í fóstur þegar hann var að­eins tveggja ára gamall af Penny Wal­ker. Móðir hans var fíkill og gat ekki hugsað um hann.

Wal­ker segir í við­tali sem hún var í fyrir tveimur árum að hún hafi sjálf drukkið mikið og að börnin hennar sex hafi verið tekin af henni. Þegar henni gafst tæki­færi til að taka Kel­ly undir sinn væng hafi það verið eins og guðs­gjöf.

Til­efni við­talsins var um­fjöllun blaða­mannsins Nic Dun­can um „Týndu kyn­slóð“ frum­byggja í Ástralíu og of­beldið sem hún var beitt sem for­eldri.