Íbúar í Dalabyggð fá að lýsa skoðunum sínum á mögulegri sameiningu í könnun sem gerð verður samhliða sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Niðurstöðurnar munu nýtast nýrri sveitarstjórn sem gagn um hvort sameiningarviðræður eigi að eiga sér stað á komandi kjörtímabili og við hverja.

Fyrri spurningin á seðlinum verður hvort Dalabyggð ætti að hefja sameiningarviðræður og geta kjósendur svarað já, nei eða að þeir hafi ekki skoðun.

Í seinni spurningunni er hægt að velja annan hvorn þann sameiningarkostinn sem sveitarstjórn Dalabyggðar hefur velt fyrir sér að undanförnu. En það var eftir að sveitarfélagið lét gera fyrir sig valkostagreiningu.

Annar er sameining til austurs við Húnaþing vestra. Hinn er sameining til vesturs við Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit. En þau tvö sveitarfélög munu brátt sameinast eftir sérstaka kosningu í vetur. Þá verður einnig hægt að nefna og merkja við þriðja möguleikann