Enn er rýming bæja í gangi við bæina við Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá skriðuvakt Veðurstofunnar, Ólivers Hilmarssonar, er ekki vitað til þess að fleiri skriður hafi fallið síðan í gær.
Sérfræðingar Veðurstofunnar munu fara á vettvang í dag til að kanna aðstæður. Stöðufundur vegna frekari skriðuhættu verður haldinn um hádegisbil.
„Það eru engar frekari fréttir enn, en við sendum fólk þangað í birtingu. Það sér nú samt fyrir endann á rigningunni þannig þetta horfir allt til betri vegar í bili,“ segir Óliver.
Í gærkvöld var tekin ákvörðun um að rýma sex bæi til viðbótar þeim sem höfðu áður verið rýmdir á svæðinu. Auk þess var tekin um að loka veginum um Kinn frá Gvendarstöðum að sunnan og vestan við afleggjarann að Vaði.