Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir stað­gengill sótt­varna­læknis notaði um­deilt heiti yfir kórónu­veiruna á upp­lýsinga­fundinum í dag þegar hún kallaði hana „Wu­han-veiruna.“

Heitið var eitt­hvað notað um Co­vid-19 í upp­hafi far­aldursins en það hefur þótt for­dóma­fullt gagn­vart Kína.

Banda­rísk stjórn­völd, þar á meðal Donald Trump fyrr­verandi for­seti og utan­ríkis­ráð­herra hans Mike Pompeo, kenndu veiruna í­trekað við Wu­han og ýttu með því undir kenningar um að veiran væri liður í hernaði Kín­verja gegn Banda­ríkja­mönnum.

Síðan hefur náðst sam­hljómur á al­þjóða­vett­vangi um að vísa ekki til Wu­han í nafni veirunnar enda enn ekki fullrann­sakað hver upp­runi hennar er.

Kamilla notaði heitið í svari sínu við fyrir­spurn frá blaða­konu Frétta­blaðsins. Spurningin var hvað þyrfti til að hægt væri að horfa á Covid-19 sem venjulega flensu.

Kamilla svaraði: „Það er í rauninni okkar helsta von að það komi sértæk bóluefni sem að virki betur gegn Delta, sem virka álíka vel gegn Delta eins og bóluefni sem við eigum nú virka gegn upphaflegu Wuhan-veirunni.

Það er bara hætt við því eins og staðan er núna, með mjög útbreidd smit víða um heim, að það komi áfram fram ný afbrigði. Við getum náttúrlega voðalega lítið sagt til um það hversu mikilli útbreiðslu þau gætu mögulega náð eða hvernig bóluefnin sem að við erum ekki einu sinni komin með myndu virka gegn þeim, þannig að þetta það er ekki hægt að spá fyrir um þetta.“

Fréttin var uppfærð