Fram í júlí má gera ráð fyr­ir að kalt verð­i í veðr­i hér­lend­is og að norð­an­átt­in verð­i ríkj­and­i. Þett­a sagð­i Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur í Síð­deg­is­út­varp­i Rás­ar 2 í dag. Þó má bú­ast við að veð­ur verð­i betr­a ein­staka daga.

Ein­ar er ekki bjart­sýnn á góð­viðr­i á fimmt­u­dag­inn, þjóð­há­tíð­ar­dag­inn 17. júní. „Þann dag­inn er spáð sól en hiti yfir miðj­an dag­inn verð­ur ekki nema 7-8 stig, þann­ig að það er eins gott að klæð­a sig í húfu og vettl­ing­a, all­a­veg­a börn­in,“ seg­ir hann.

Fram yfir helg­i verð­ur svalt og úr­kom­u­samt á Suð­ur- og Suð­aust­ur­land­i en von er á betr­i tíð eft­ir næst­u helg­i og um helm­ings­lík­ur á að það hlýn­i. „Hins veg­ar eru ágæt lík­ind­i til að það kóln­i síð­an aft­ur, að kald­a loft­ið nái sér á strik,“ seg­ir Ein­ar.