Forseti Íran hefur kallað eftir því að ungar stúlkur njóti betri verndar í landinu eftir að fjórtán ára stúlka sem strauk að heiman var myrt af föður sínum, svokallað heiðursmorð.

Heiðursmorð eiga sér stað þegar fjölskylda vill refsa fjölskyldumeðlimi fyrir að hafa orðið fjölskyldunni til skammar. Refsingar geta náð til bæði karla- og kvenna en refsingar kvenna eru yfirleitt mun harðari á meðan karlar sleppa yfirleitt vel.

Ashrafi sem var 14 ára flúði heimili sitt með 29 ára manni þvert á vilja fjölskyldu sinnar. Þegar pabbi Ashrafi fann hana myrti hann hana með landbúnaðaráhaldinu sigð (e. sickle).

Málið hefur vakið mikla athygli í Íran og er búið að handtaka pabba hennar fyrir morðið.

Mannréttinndasamtökin Amnesty vöktu athygli á glæpnum og kölluðu eftir harkalegri refsingu fyrir glæp sinn í færslu á Twitter.,

Forseti Íran, Hassan Rouhani, sagðist vera miður sín yfir dauða Ashfari og kallaði eftir því á ríkisstjórnarfundi að unnið yrði í lögum sem myndu vernda konur gegn ofbeldi.