Gunnar Bragi Sveins­son, þing­flokks­for­maður Mið­flokksins, hefur farið fram á að heil­brigðis­ráð­herra af­hendi þing­mönnum af­rit af þeim samningum sem ís­lenska ríkið hefur gert við bólu­efna­fram­leið­endur um kaup á bólu­efnum. Hann segir allt líta út fyrir að heild­stætt plan yfir það hve­nær eigi að bólu­setja megin­þorra þjóðarinnar sé ein­fald­lega ekki fyrir hendi.

Hann segir að for­seti Al­þingis sé búinn að koma beiðni hans á­leiðis til heil­brigðis­ráð­herra og býst því að þing­menn fái af­rit samningana á næstu dögum. „Maður er að reyna að átta sig á hvað ná­kvæm­lega felst í þessum samningum. Vegna þess að það virðist ekki vera mikið plan uppi um hve­nær á að vera búið að bólu­setja þá sem þarf að bólu­setja,“ segir Gunnar Bragi í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann segir að allri upp­lýsinga­gjöf yfir­valda í tengslum við bólu­efna­mál Ís­lands sé á­bóta­vant. „Við þurfum að fá að vita hvað er fram undan. Það þarf að fá stóru myndina upp og fá að sjá hvernig þetta er í raun og veru. Hve­nær kemur bólu­efnið og hve­nær eigum við að vera búin að bólu­setja nógu stóran hluta þjóðarinnar?“

Hann bendir á að um­mæli Kára Stefáns­sonar, í sam­tali við Frétta­blaðið á gaml­árs­dag, um að það væri út­lit fyrir að að­eins lítill hluti þjóðarinnar yrði bólu­settur í árs­lok stangist á við full­yrðingar for­svars­manna ríkis­stjórnarinnar um að meiri­hluti verði orðinn bólu­settur á fyrri hluta þessa árs. Það sé mikil­vægt að fá að sjá samningana til að skilja á hverju for­sætis- og heil­brigðis­ráð­herra byggja í full­yrðingum sínum.