Innlent

Segir Hildi hafa verið kallaða „nettröll“ og „femínistatussu“

Jón Steinar Gunnlaugsson vitnar í orð nafnlausrar konu, sem hann segir að hafi stutt sig, þegar hann talar um einn af stjórnendum Facebook-hópsins Karlar sem gera merkilega hluti. Hann býður Hildi lögfræðiaðstoð sína, missi hún vinnuna vegna ummæla sinna.

Jón Steinar ræðir um hugsanlegan brottrekstur Hildar - og býður henni lögfræðiaðstoð komi til þess.

Lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur eftir nafnlausri konu, sem stutt hafi hann í ati síðustu daga, að Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, einn af stjórnendum hóspsins Karlar sem gera merkilega hluti, hafi í símtali til hans kallað hana „nettröll og femínistatussu“. Hann segist hafa sussað á viðmælandann, sem hafi verið kvenkyns. Þá ber hann að þessi nafnlausa kona hafi sagt að hún voni að Hildur verði rekin úr vinnunni hjá Reykjavíkurborg fyrir talsmáta sinn. Jón Steinar segir að verði Hildur rekin úr vinnunni, eins og nafnlausa konan hafi lagt til, geti hún leitað til hans. „Ég fer með fleiri mál þar sem starfsmönnum hefur verið vikið úr vinnu fyrir að tjá skoðanir utan atvinnunnar.“ 

Jón Steinar gefur ekki upp eftir hverjum hann hefur þessi orð. Þetta kemur fram í pistli eftir Jón Steinar á Vísi. Í honum vísar hann því á bug að hafa ætlast til þess að þolendur kynferðisbrotamannsins Róberts Downey fyrirgæfu honum brotin, þegar hann lét þau orð falla í fyrra að fórnarlamb afbrota hans myndi gera sjálfum sér greiða ef þau gætu fyrirgefið honum.

Sjá einnig: Segir Jón Steinar varðhund feðraveldisins

Um fátt hefur verið meira ritað undanfarna viku en Jón Steinar og ummæli sem birtust um hann á vefsvæðinu Karlar sem gera merkilega hluti. Þar voru fúkyrði látin falla um Jón Steinar í kjölfar áðurnefndra ummæla hans.

Jón Steinar segir í pistlinum að það sé útúrsnúningur að segja að hann hafi gert þá kröfu til þolenda Róberts að þeir fyrirgæfu gerandanum. „Ég var bara að benda á þau viðurkenndu sannindi að þolendur afbrota eiga betra með að komast frá þeim og illum áhrifum þeirra ef þeim tekst að finna fyrirgefninguna. Þennan boðskap er að finna í Biblíunni og sálfræðingar veita ráð í þessa veru. Orð mín um þetta beindust ekki að því að réttlæta brot Róberts, eins og mér virðist nú vera haldið fram, þó að ég hafi þá endurtekið þetta þrásinnis. Þeim var ætlað að styðja þolendur afbrota hans í að finna framhald sem ekki þyrfti að einkennast af hatri til hans sem einungis ylli þolandanum vanlíðan en ekki brotamanninum.“ skrifar Jón.

Hann segist ekki gera athugasemdir við að fólk andmæli þessari skoðun sinni og telji „viðvarandi hatur betra en fyrirgefninguna“. Þetta gefi hins vegar ekkert tilefni til að veitast að sér með sóðalegum orðaflaumi, þar sem gefið sé í skyn að hann styðji kynferðisbrot. „Í orðræðunni um mig hefur auk annars verið sagt að ég sé „þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna“. Ég held að ég hafi á starfsferli mínum sem lögmaður varið aðeins einn mann, sem var sakaður um kynferðisbrot, og hann var sýknaður.“

Hann segir að stjórnendur hóspsins hafi „algjörlega snúið við blaðinu“ með því að viðurkenna að ummæli sem féllu innan hópsins hafi ekki verið viðegiandi og að framvegis yrði umræðunum haldið innan siðferðismarka. „Svo biðja þær mig um að fyrirgefa sér það sem þær hafi gert á hluta minn. Það hljóti ég að vilja gera þar sem ég hafi mælt með þessari aðferð þegar mál Róberts var til umræðu. Með þessu og heitinu um að gæta orða sinna í framtíðinni hafa þær algerlega snúið við blaðinu. Ég hlýt að fagna þessum sinnaskiptum. Ég hef því ákveðið að fyrirgefa þeim sóðaskapinn gagnvart mér sem birst hefur að undanförnu. Þetta geri ég ekki síst vegna þess að ég vil sýna börnum mínum hvernig veldi feðranna getur verið hugljúft og fordæmisgefandi.“

Í pistlinum skorar hann á konurnar að ræða málin á fundi. „Ég trúi því ekki að þið óttist að skiptast á orðum við gæðablóð eins og mig, nú þegar þið hafið fallist á sjónarmið mín um að halda umræðum innan siðgæðismarka. Ég geri bara þá kröfu til fundarins að einn tali í einu og ég fái svipaðan tíma og þið. Þið megið tilnefna fundarstjóra.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Segir Jón Steinar varðhund feðraveldisins

Innlent

Leggja til að Jón Steinar fyrir­gefi konum í stað þess að skrifa um þær

Innlent

Kallaður kvikindi og ill­fygli í netheimum

Auglýsing

Nýjast

Veður­við­varanir og verk­föll stöðva ekki Sam­fés

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Auglýsing