Björgunarskip voru kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna drengs sem hafði hlotið brunasár við Látra í Aðalvík. Tvö skip lögðu af stað með björgunarlið og sjúkraflutningamenn, annað frá Ísafirði og hitt frá Bolungarvík.

Ekki alvarlegir áverkar

Björgunarskipið frá Bolungarvík var fyrst á vettvang og gátu sjúkraflutningamenn um borð hlúð að drengnum. Drengurinn var síðan fluttur með seinna skipinu, Gísla Jóns, til Ísafjarðar.

Þetta var þriðja útkall björgunarskipsins Gísla Jóns á innan við sólarhring en báturinn var tekin notkun á Ísafirði fyrr á þessu ári.